Árniður að norðan
Langflest ljóðanna í bókinni eru prósar sem sumir hverjir hafa dvalið með höfundi lengi. Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja. Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll. Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt. Þessi bók er perla.
Munið þið garpar Gefjunarloft
og Glerárniðinn úti.
Þar sátu að tafli tuttugu oft
og teyguðu lífið af stúti.
Árniður að norðan er fyrsta bók Pálma Ragnars Péturssonar.