Babúska
Reimleikar og voðaverk
Ung stúlka í Reykjavík verður fyrir bíl og lætur lífið. Rússnesk stúlka, sem vinnur við skúringar, er eina vitnið að atburðinum.
Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika.
Tengjast þessir atburðir?
Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni.
~
Vitnið er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem skúrar gólfin í Arnarhvoli. Þegar hún verður sjónarvottur að atburðinum fyrir framan Þjóðleikhúsið fyllist hún óhug og hjólar burt grunlaus um þær skelfingar sem af þessu hljótast.
Birta, fjórtán ára niðursetningur norður í Urriðavík, hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Hún gengur nú aftur og er kennt um hryllileg voðaverk sem eiga sér stað í sveitinni.
Hvernig tengjast þessi mál?