Bara aðeins meira
Á aðeins einum degi missti Stella allt sem henni var kærast – unnustann, heimili sitt og starfið. Eftir að hafa drekkt sorgum sínum um kvöldið, grátið sáran og hrellt sinn fyrrverandi á netinu rennur upp fyrir henni að hún verði að yfirgefa Stokkhólm. En hvert á hún að fara?
Á endanum verður niðurníddur sumarbústaður í Suður-Svíþjóð fyrir valinu. Það er staður uppfullur af minningum sem tengjast fjölskyldu hennar, svo ekki sé minnst á brjálaður geitur, afundna unglinga – og sjálfumglaðan vistvænan bónda sem reynist óvænt kyssa vel. Áður en Stella veit af hefur stórborgarstelpan sogast inn í sorgir og gleði fólks í dreifbýlinu.
Spennandi og hugljúf ástarsaga um leit ungrar konu að sjálfri sér á stað þar sem hún á ekki heima.
Sænska ástarsögudrottningin og femínistinn Simona Ahrnstedt sló rækilega í gegn með Teflt á tvær hættur-seríunni (Aðeins ein nótt, Aðeins eitt leyndarmál og Aðeins ein áhætta). Bara aðeins meira er önnur sjálfstæða bókin í nýrri seríu sem kallast Seiðmagn andstæðnanna, en þeirri fyrstu, Allt eða ekkert, var mjög vel tekið.