Barnavernd á Íslandi – fyrr og nú
Fræðirit um þróun barnaverndar á Íslandi í hugmyndafræðilegu og sögulegu ljósi, lagaþróun, starfsaðferðir, úrræði og stofnanir í barnavernd. Í bókinni er einnig varpað upp svipmyndum úr barnaverndarstarfinu með viðtölum við fólk sem hefur starfað eða haft aðkomu að barnavernd. Áhersla er lögð á að bókin sé í senn fagleg, fræðileg og persónuleg.