Baujan
Alla ævina þurfum við að skoða, lagfæra og vinna úr tilfinningum okkar, styrkja sjálfsöryggið og sjálfsmyndina. Heiðarleiki gagnvart okkur sjálfum er lykilatriði í því hversu langt við komumst í aukinni sjálfsvirðingu og þroska. Baujan er tækni sem stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem er forsenda aðgerða og breytinga á líðan.
Við sköpum veruleika okkar sjálf.
Undirstaða vellíðunar er sjálfsöryggi og góð tengsl við eigin tilfinningar, líðan og hegðun.
Einstaklingur með gott sjálfstraust og sjálfsvirðingu er sáttur við sjálfan sig og aðra. Sjálfseyðandi hegðun er afleiðing vanmetakenndar og vanlíðanar. Hroki og ofbeldi bera vitni um lélega sjálfsmynd og lítið sjálfsöryggi.
Við þurfum stanslaust að fylgjast með sjálfum okkur, viðbrögðum, líðan og hegðun. Alla ævina þurfum við að skoða, lagfæra og vinna úr tilfinningum okkar, styrkja sjálfsöryggið og sjálfsmyndina. Heiðarleiki gagnvart okkur sjálfum er lykilatriði í því hversu langt við komumst í aukinni sjálfsvirðingu og þroska.
Baujan er tækni sem stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem er forsenda aðgerða og breytinga á líðan. Hún skerpir og eflir tilfinningagreind.
Guðbjörg Thóroddsen er menntaður leikari og kennari. Ásamt leiklist og kennslu hefur hún starfað sem ráðgjafi í fjölda ára. Baujuna hefur hún þróað út frá menntun sinni og reynslu.