Borð fyrir einn – allan ársins hring
Að elda fyrir einn – girnilegan, hollan og góðan mat af öllu tagi – er auðveldara en margir halda. Hér eru allar uppskriftir ætlaðar fyrir einn, hvort sem um er að ræða hversdagsrétti eða veislumat, pottrétti og súpur, kjötrétti, fiskrétti eða grænmetisrétti, eftirrétti, kökur eða meðlæti. Bók sem kemur sér afar vel fyrir einbúa – og aðra líka.