Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Bragðarefur

Með molum úr gömlum textum sætum, súrum og beiskum

Forsíða bókarinnar

Bókin er hræringur af textum með ólíka áferð og bragð á tungu. Hér fara saman fróðleiks- og skemmtimolar í nokkurs konar bragðaref. Þeir eru tíndir saman úr margs konar handritum frá ýmsum tímum. Ætlunin er að veita lesendum innsýn í fjölbreytt lesefni fólks á fyrri tíð. Textarnir eru litríkir eins og sönnum ærslabelg sæmir.