Dulstafir Bronsharpan
Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur.
Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?
Þarna var hún!
Á upphækkuðum palli var skjannahvít stytta af konu. Hún sat á lágum kolli með bronslita hörpu í fanginu. Roðagullið bronsið var áberandi í marmarahöndunum og það glampaði á hljóðfærið í sólskininu. Elísa nálgaðist listaverkið, gjörsamlega hugfangin. Umhverfis styttuna var lágt grindverk. Á því hékk þunn steinplata með áletruninni:
Belinda og harpan.
Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur.
Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?
Kristín Björg Sigurvinsdóttir útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2018 en ákvað svo að elta gamlan draum. Dóttir hafsins var hennar fyrsta skáldsaga og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2020. Bronsharpan er önnur bókin í bókaflokknum Dulstafir.
Dulstafir, bók 1: Dóttir hafsins var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020.
4 ½ * Goodreads
4 * Lestrarklefinn
„… vel unnin og útpæld fantasía“ - María Bjarkadóttir, bókmenntaborgin