Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Brúðkaup í Paradís

Forsíða bókarinnar

Catherine Swift er drottning ástarsagnanna og hefur trónað á toppi metsölistanna í áratugi. Hennar eigið ástarlíf hefur ekki verið eins farsælt og hefur það valdið álagi á samband hennar við dæturnar tvær. Catherine býður dætrum sínum í fjórða brúðkaupið sitt og þegar systurnar koma á eyjuna hafa þær afar ólíkar væntingar til þess sem í vændum er.

Flókið fjölskyldudrama og óvænt rómantík undir Miðjarðarhafssólu.

Catherine Swift er drottning ástarsagnanna og hefur trónað á toppi metsölistanna í áratugi. Hennar eigið ástarlíf hefur ekki verið eins farsælt og hefur það valdið álagi á samband hennar við dæturnar tvær. En nú skal bæta úr því. Catherine er trúlofuð enn og aftur og stólar á að þetta brúðkaup muni sameina þær mæðgur.

Adeline veit ekki hvort er verra – að móðir hennar sé að gifta sig í fjórða skipti, eða að hún neyðist til að verða vitni að enn einu stórslysinu. Það að brúðkaupið fari fram í lúxusvillu mömmu hennar á Korfú ýfir upp gömul sár og minningar um skilnað foreldra hennar.

Cassie er aftur á móti himinlifandi yfir fréttunum og dáist að þrautseigju móður sinnar. Hún er líka ofurspennt að hitta dularfulla tilvonandi eiginmanninn og yfir því að verja sumrinu á Korfú. Þar þarf hún að taka ákvörðun um málefni sem hún hefur haldið leyndu fyrir öllum.

Þegar systurnar koma á eyjuna hafa þær afar ólíkar væntingar um það sem í vændum er. En raunveruleikinn fer langt fram úr væntingum beggja og snýr lífi þeirra allra á hvolf.