Dagatal
Sögur á einföldu máli
Dagatal geymir níutíu og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er dregin upp mynd af íslenskum veruleika allt árið um kring. Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda. Bókin nýtist jafnt til kennslu og yndislestrar.
„Í bókinni sést vel sá metnaður sem höfundur leggur í að finna skapandi leiðir til að aðstoða innflytjendur við að læra þetta einstaka og fallega tungumál sem íslenskan er.“
-Úr formála Claudiu Ashanie Wilson, lögmanns.
Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð.
Karítas fékk viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir bækurnar Árstíðir og Dagatal.