Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Daladrungi

  • Höfundur Viveca Sten
  • Þýðandi Elín Guðmundsdóttir
Forsíða bókarinnar

Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.

Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur sem skotið hefur rótum í fásinninu við norsku landamærin. Drungaleg saga mætir þeim Hönnu og Daniel í hverju spori við rannsóknina ...

Daladrungi er önnur bókin í seríunni Morðin í Åre, ægifögru skíða- og útivistarsvæði í Jämtlandi. Fyrsta bókin, Helkuldi, fékk frábærar viðtökur.

Viveca Sten er einn virtasti og vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Bókaflokkur hennar, Sanhamn-morðin, sló í gegn víða um heim og hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi.

„Viveca Sten hefur aldrei verið betri. Það er dimmt og kalt og höfundurinn er með mig í helgreipum!“

Boktogig

„Eins og Vivecu Sten er einni lagið vefur hún saman lýsingum á stórfenglegri náttúru og sterkum persónum svo að úr verður æsispennandi morðgáta sem gagntekur mann.“

Dagens Nyheter