Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dauðinn og mörgæsin

  • Höfundur Andrej Kúrkov
  • Þýðandi Áslaug Agnarsdóttir
Forsíða bókarinnar

Sögusviðið er Úkraína eftir fall Sovétríkjanna. Viktor, lánlaus og hæglátur rithöfundur, býr í lítilli blokkaríbúð ásamt þunglyndri mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur af fjárvana dýragarði Kiev. Dag nokkurn ræður dagblað hann til að skrifa minningargreinar og skyndilega virðist veröldin brosa við Viktori. „Tragíkómískt meistaraverk.“ D.Telegraph

Andrej Kúrkov er einn frægasti höfundur Úkraínu. Dauðinn og mörgæsin skaut honum upp á stjörnuhimin heimsbókmenntanna og hefur verið þýdd á hátt í fjörutíu tungumál. Hún kom fyrst út á íslensku árið 2005 en er nú endurútgefin.

Áslaug Agnarsdóttir þýddi úr rússnesku.

„Tragíkómískt meistaraverk.“ Daily Telegraph

„Ísköld svört kómedía.“ Guardian

„Einfaldur frásagnarmátinn virkar fullkomlega og lesandi sem ekki verður djúpt snortinn af sambandi Viktors við hið óvenjulega gæludýr er tilfinningalaus.“ ― The Times