Aldarlýsing - Ættarsaga Drottningin í Dalnum
Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir
Saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal, er um margt merkileg. Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið keypti hún jörðina Haukagil í Vatnsdal og bjó þar með reisn í 26 ár.
Samhliða frásögnum af Guðrúnu Margréti er hér að finna lýsingu á sveitasamfélaginu í 140 ár, frá 1800 til 1940, eða þangað til það var að líða undir lok og samfélag þéttbýlis að taka við. Sagt er í meginþáttum frá gamla landbúnaðarsamfélaginu; híbýlum, jörðum, jarðeigendum, leiguliðum, vinnufólki og ómögum, ásamt lýsingu á helstu efnahagslegu þáttum þjóðfélagsins á þessu tímabili. Í lok bókarinnar er fjallað um samferðarfólk Guðrúnar Margrétar og sona hennar í Vatnsdal árin 1890-1940.
Hér er um að ræða einstakt heimildarrit sem bregður ljósi á hag- og samfélagssögu Íslendinga í tæplega eina og hálfa öld. Fjöldi mynda og korta prýða bókina.