Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ég er þinn elskari

Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825–1832

Forsíða bókarinnar

Árið 1826 sigldi Baldvin Einarsson til náms í Kaupmannahöfn. Hann var þá trúlofaður Kristrúnu Jónsdóttur en sveik hana í tryggðum. Við tók flókið bréfasamband ástar, blekkinga og fyrirgefningar. Í bókinni er ástarharmsaga Kristrúnar og Baldvins rakin og bréfin sem hann skrifaði henni 1825–1832 birt með skýringum og færð til nútímastafsetningar.