Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ég hringi í bræður mína

Forsíða bókarinnar

Bílsprengja hefur sprungið í Stokkhólmi. Amor, ungur maður af arabískum uppruna, þvælist um dauðskelfda borg. Umfram allt verður hann að hegða sér ofureðlilega. Í sólarhring fylgist lesandinn með hugrenningum Amors þar sem mörkin milli fórnarlamba og glæpamanna, ástar og efnafræði, vænisýki og veruleika verða sífellt óljósari.

Bílsprengja hefur sprungið í Stokkhólmi. Amor, ungur maður af arabískum uppruna, þvælist um dauðskelfda borg þar sem úir og grúir af lögreglumönnum. Hann vantar varahlut í borvél. Í fremri vasa hans er sími, í rassvasanum hnífur. Hann ætti að svara þegar Shavi hringir, hann ætti að hætta að elta Valeríu. En umfram allt verður hann að hegða sér ofureðlilega.

Í sólarhring fylgist lesandinn með hugrenningum Amors þar sem mörkin milli fórnarlamba og glæpamanna, ástar og efnafræði, vænisýki og veruleika verða sífellt óljósari.

--

JONAS HASSEN KHEMIRI er einn vinsælasti rithöfundur Svíþjóðar. Skáldsögur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála og hlotið virt verðlaun í heimalandinu og leikrit hans verið sett á svið víða um lönd.

Fyrsta skáldsaga JONASAR HASSEN KHEMIRI, Ett öga rött (2003), að hluta til skrifuð á heimatilbúinni innflytjendasænsku, fékk verðlaun sem besta frumraunin árið sem hún kom út. Hún hefur verið sviðsett og kvikmynduð og þýdd á nokkur tungumál.

Skáldsagan Montecore. En unik tiger (2006) var tilnefnd til Augustpriset, virtustu bókmenntaverðlauna Svía, og árið 2015 hlaut Khemiri verðlaunin fyrir skáldsöguna Alt jag inte minns (2015; ísl. Allt sem ég man ekki, 2017), sem sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir. Nýjasta skáldsaga hans, Pappaklausulen (2018), hefur verið þýdd á fjölda tungumála.

Skáldsöguna Jag ringer mina bröder (2012) skrifaði Khemiri í kjölfar sprengjuárásar í miðborg Stokkhólms árið 2010. Leikverk eftir bókinni var frumsýnt 2013 í Stokkhólmi og hefur verið sýnt víða um lönd, m.a. í Berlín og London.

Leikrit Khemiris, ≈ [um það bil], var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2016.

JONAS HASSEN KHEMIRI var gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík árin 2007 og 2017.

--

Í lok bókarinnar er birt opið bréf höfundar til Beatrice Ask, fyrrverandi dómsmálaráðherra Svíþjóðar, sem vakti mikla athygli.

Ásdís Ingólfsdóttir þýddi.