Emma fer í útilegu um hávetur
Þegar Emma fer til ömmu gerast ótrúleg ævintýri. Hugmyndabanki ömmu er nefnilega stærri en Atlantshafið. Í þetta sinn leggur amma til að fara í útilegu og grilla sykurpúða - en úti eru háir snjóskaflar! Þessi bók er heppileg til að æfa lestur, með stóru letri og góðu línubili.