Eyjar

Forsíða bókarinnar

Mæðgurnar Katrín og Magdalena hafa orðið til skiptis í sögu fjölskyldu þar sem allt virðist ósköp slétt og fellt. En brátt verður ljóst að innan fjölskyldunnar krauma leyndarmál! Þessi hrífandi saga er römmuð inn af stórbrotnu sögusviði Breiðafjarðar. Þetta er önnur bók höfundar en fyrri bók, Hylurinn (2021), hlaut afar góðar viðtökur.

Mæðgurnar Katrín og Magdalena hafa orðið til skiptis í sögu fjölskyldu þar sem allt virðist

ósköp slétt og fellt. En brátt verður ljóst að innan fjölskyldunnar krauma leyndarmál sem eitt

af öðru koma upp á yfirborðið – sum með hádramatískum afleiðingum því undir krauma

suðrænar ástríður, vonir, vonbrigði og sýndarmennska – en umfram allt ást, þar sem enginn er

eyland.

Þessi hrífandi frásögn er römmuð inn af stórbrotnu sögusviði þar sem eyjar Breiðafjarðar

blasa við, ernir svífa í háloftum og rósir og ræktunarstarf er með blóma. Katrín og Magdalena

segja okkur sömu söguna – eða er sama sagan kannski ekki alltaf sama sagan?

Eyjar er önnur bók Gróu Finnsdóttur, sem 2021 sendi frá sér skáldsöguna Hylurinn sem

hlaut afar góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem lesenda.