Faðir Brown
Sposkur á svip sinnir faðir Brown sóknarbörnum sínum af samúð og virðingu. En undir hæglátu yfirbragði prestsins býr næmur skilningur á mannlegu eðli, ekki síst hinum myrku hliðum þess. Með skörpu innsæi sínu og hljóðlátum vitsmunum leysir faðir Brown flókin sakamál.
Úrval smásagna um einn ástsælasti einkaspæjari enskra glæpasagnabókmennta.