Feluleikur
Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs bernskunnar.
Núk og Bartok hittast til að leika sér saman. Á vegi þeirra verða margs kyns eftirminnilegar persónur í ævintýralegum og frumlegum söguheimi.
Lolita Séchan og Camille Jourdy sömdu textann og teiknuðu myndirnar í sameiningu. Útkoman er bráðfyndin og ófyrirsjáanleg.