Ferðalok

Forsíða bókarinnar

Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Næstu daga liggur hann fársjúkur á spítala og rifjar upp sælar og sárar stundir – hugurinn leitar í fornar ástarraunir og meinleg örlög smalapilts heima í Öxnadal. Söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar. Magnað og óvænt verk frá meistara Arnaldi.