Fiðrildið
Nakin kona finnst látin í hjarta Kaupmannahafnar. Líkami hennar er þakinn undarlegum skurðum. Rannsókn málsins berst inn í innsta hring danska heilbrigðiskerfisins. Morðingi gengur laus en það er eins og kerfið haldi hlífiskyldi yfir honum. Hver verður næsta fórnarlamb? – Önnur bókin í hinni vinsælu Kaupmannahafnarseríu eftir Katrine Engberg.
......
Nakin kona finnst látin í hjarta Kaupmannahafnar. Líkami hennar er þakinn undarlegum skurðum. Dánarorsök virðist vera blóðmissir. Rannsókn málsins berst inn í innsta hring danska heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir almennt mikil samkennd og umhyggjusemi en undir niðri leynist ískyggileg metorðagirnd og græðgi. Morðingi gengur laus en það er eins og kerfið haldi hlífiskyldi yfir honum. Hver verður næsta fórnarlamb?
Önnur bókin í Kaupmannahafnarseríunni eftir Katrine Engber um lögregluforingjana Jeppe Kørner og Anette Werner. Bækurnar hafa slegið í gegn og vermt efstu sæti vinsældalista víða um heim.
„Afar vel gerð glæpasaga ... Unnendur norrænu glæpasögunnar munu óska þess að þessi sería verði langlíf.“ – Publishers Weekly
„Frumlegt og hrífandi verk.“ – Sunday Times
„Það er ómögulegt að leggja þessa bók frá sér.“ – Bogfidusen
„Engberg skrifar af miklum krafti og lifandi stílsmáti hennar nýtur sín í ljóðrænum lýsingum og lúmskum, stríðlyndum húmor ... Fáir eru henni fremri að búa til flott plott.“ –Berlingske Tidende