Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar
Ljóðabókin Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar gefur innsýn í heim þar sem iðnaðarþoka og gervigreind hafa náð yfir og fegurðin ekki sjáanleg nema í skjáhjálmum. Hún leynist samt enn þarna bakvið þokuna þótt hálfur hnötturinn sé orðinn að batterísgeymslu.
Hér er sviðsmyndin smávegis svört, en alltaf stutt í húmorinn, sem er eitt af einkennum höfundarins.
Bókin er 9. ljóðabók höfundar, en hann hefur einnig gefið út 5 hljómplötur undir flytjandanafninu Gillon.