Fræðabálkur að ferðalokum
Efni skráð 2020-2021
Í þessari bók rekur Þórður Tómasson (1921–2022) meðal annars gamalt orðafar um raddfæri og málfar, geð- og skapbrigði, svefn og svefnhætti, fjallar um lækningajurtir og matargerð fyrri alda og greinir frá margvíslegum fróðleik um mannlíf og menningu fyrri tíðar undir Eyjafjöllum og víðar um Suðurland. Í bókarauka birtist ítarleg ritaskrá höfundar.