Framtíð mannkyns
Í þessari bók er fjallað um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku m.a. til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins og sýnir hvernig ný tækni hefur gert raunhæft það sem áður þótti óhugsandi.