Frasabókin – ný og endurbætt

Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri

Forsíða bókarinnar

Ný og endurbætt frasabók með ferskum og bráðskemmtilegum frösum. Yfir tólf hundruð frasar, snjallyrði, orðtök og slanguryrði sem geta glatt vinina, afa og ömmu, frænda og frænku, mágkonu og samstarfsfélaga. Skemmtileg, fyndin og fræðandi bók sem kemur að góðum notum hvar og hvenær sem er.

Vilt þú … vera fyndnari?

Eignast fleiri vini og geta talað við hvern sem er?

Ná betra taki á tungumálinu?

Vera betri í að skrifa SMS, tölvupósta, bréf og fax?

Geta skilið jafnt unga sem aldna?

Koma með betri mótsvör í rifrildum?

Skara fram úr á kaffistofunni í vinnunni?

Vera betri í að brjóta ísinn í veislum og á mannamótum? … Þá er Frasabókin fyrir þig!

„Bók sem hver einasti Íslendingur verður að eiga. Þetta er sko eitthvað ofan á brauð!“

Ari Eldjárn, grínisti

„Skemmtilegur leiðarvísir sem birtir og skýrir frasa úr öllum áttum og frá öllum tímum. Framtíðin meðtalin.“

Árni Matthíasson, menningarblaðamaður