Fyrir afa
- Nokkrar smásögur
Snilldarlega skrifaðar smásögur af Sigurgeiri Jónssyni, fyrrverandi kennara, sjómanni og blaðamanni með meiru, og ávallt býður hann okkur upp á óvænt endalok. Hver var t.d. ókurteisi ferðafélaginn? Fékk læknirinn sæðisprufuna? Hvað gerðist í sendibílnum á leiðinni til Akureyrar? Og hver var sá „framliðni“ sem fjallað er um og er dagsönn saga?
Sonardóttir Sigurgeirs, Katrín Hersisdóttir, sem sér um myndlýsingu í þessari bók hefur stundað nám í grafískri hönnun við Hönnunarskólann í Kolding í Danmörku og
lauk þaðan prófi í sumar. Hún ákvað að lokaverkefnið hennar við þann skóla yrði myndlýsing við bókina og gaf verkefninu heitið: Fyrir afa.