Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Gátan

Forsíða bókarinnar

Gátan er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Kassinn kom út árið 2020 og sló rækilega í gegn – nú er það Gátan sem þenur taugar lesandans.

Þegar lítill drengur hverfur frá leikskóla á Södermalm í Stokkhólmi kemur aftur til kasta Mínu Dabiri og félaga hennar í lögreglunni. Þau finna fljótt líkindi við annað barnsrán, sem endaði með skelfingu, og átta sig á því að þau eiga í höggi við harðsvíraða glæpamenn. Allt bendir til þess að fleiri börn muni hverfa.

Í fyrsta sinn eftir hina örlagaríku atburði tveimur árum fyrr hefur Mína samband við sjáandann Vincent Walder. Samband þeirra er jafnsérstakt og áður og í ljós kemur að hann hefur líka sitthvað til málanna að leggja við rannsókn þessa máls sem snýst um brotin fjölskyldubönd, miskunnarlaus morð og skugga fortíðar. En þetta er kapphlaup við tímann. Hver getur komið til bjargar þegar þau sem minnst mega sín eru í lífshættu?

Camilla Läckberg er einn vinsælasti rithöfundur Evrópu og hafa bækur hennar selst í rúmlega 29 milljónum eintaka í tæplega 60 löndum um allan heim. Henrik Fexeus er margverðlaunaður sjáandi og einn fremsti sérfræðingur heims á sviði líkamstjáningar. Bækur hans hafa selst í 1,5 milljónum eintaka í 35 löndum um allan heim.