Gráar býflugur
Sergej Sergejítsj er fyrrverandi öryggisvörður um fimmtugt sem einbeitir sér nú að því að rækta býflugur. Hann býr í Úkraínu þar sem harðar deilur, ofbeldi og áróður hafa geisað árum saman.
Ferðalög Sergejs vegna býflugnanna leiða hann á marga þá staði í Úkraínu þar sem deilurnar eru hvað harðastar. Þar hittir hann fyrir jafnt bardagamenn sem venjulega borgara frá stríðandi fylkingum; lýðveldissinna, aðskilnaðarsinna, rússneska yfirtökumenn og tatara frá Krímskaga.
Lýsingar Kúrkovs á ástandinu og deilunum í Úkraínu eru hugmyndaríkar og afar áhrifamiklar, og lesandinn kynnist landi og þjóð á nærfærnari og dýpri hátt en úr fréttum.
"Þetta er djúp, hlý og fyndin bók sem einkennist af djúpri mannúð. Lesandinn nær sterku sambandi við allar helstu persónur bókarinnar og þá sérstaklega við hinn mjög svo ágæta Sergej. Það er nautn að lesa þessa bók."
Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl.
"Hlý og afar fyndin."
New European
"Eins og fyrr segir er Gráar býflugur hugljúf saga, að mörgu leyti, en líka sorgleg. Kúrkov er snjall höfundur og frásögnin er í mörgum lögum og afhjúpar afar vel vonsku og tilgangsleysi styrjaldarinnar sem geisar, og er raunveruleg og háð á nákvæmlega þessum slóðum, heimkynnum Sergejs, enn í dag."
Einar Falur Ingólfsson, Mbl.