Grætur Guð?
Grætur Guð? er fyrsta ljóðabók Hjördísar Bjargar Kristinsdóttur. Hér eru á ferðinni hækur um lífið og tilveruna, ljóðform sem er fábrotið, hógvært og hljóðlátt. Einfaldleikinn í sinni tærustu mynd. Höfundur hefur frá barnsaldri fengist við að setja saman ljóð og sögur.
Grætur Guð? er fyrsta ljóðabók Hjördísar Bjargar Kristinsdóttur — hækur um lífið og tilveruna. Hækan er japanskt ljóðform án ríms og stuðla — fábrotin, hógvær og hljóðlát — einfaldleikinn í sinni tærustu mynd. Hjördís Björg fæddist á Djúpavogi 1944 og ólst þar upp. Hún hefur stundað ýmis störf hérlendis og erlendis. Frá barnsaldri hefur hún fengist við að setja saman ljóð og sögur.