Gullsmíði í 100 ár

Forsíða bókarinnar

Innsýn í hönnun og handverk íslenskrar gull- og silfursmíði fyrr og nú.

Hér ber fyrir augu fjölskrúðug djásn, allt frá skartgripum til skúlptúra og nytjahluta. Dýrindis safn muna sem íslenskir gullsmiðir hafa skapað á undangengnum hundrað árum.

Bókin er gefin út í tilefni hundrað ára afmælis Félags íslenskra gullsmiða.