Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hælið

  • Höfundur Emil Hjörvar Petersen
  • Lesari Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð og Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Forsíða bókarinnar

Þegar undarlegir hlutir eiga sér stað á heimili nærri gamla Kópavogshælinu fer Uglu að gruna nágranna sinn um græsku. Skilaboð berast frá konu sem vistuð var á Kópavogshæli og Ugla fer að sjá fólk sem enginn annar sér. Henni verður ljóst að fjölskylda hennar er í mikilli hættu. Hælið er hrollvekjandi skáldsaga sem fær hárin til að rísa.

Aftakan var aðeins upphafið.

Allt virðist leika í lyndi hjá verslunarstjóranum Uglu, eiginmanni hennar og unglingunum þeirra tveimur. Þau eru nýflutt inn í glæsilega íbúð í námunda við gamla Kópavogshælið og lífið gengur sinn vanagang. Fljótlega fara þó undarleg atvik að eiga sér stað sem Uglu grunar að tengist óreglusömum nágranna fjölskyldunnar, listamanninum Hrafni Vuong.

Ástandið versnar, veruleikinn er annar en hann sýnist og þegar Ugla er á barmi taugaáfalls fær hún skilaboð frá konu sem vistuð var á Kópavogshæli áður en því var lokað. Fjölskyldan er í mikilli hættu.

Hælið er hrollvekjandi og listilega fléttuð skáldsaga sem hrífur lesandann með sér á óhugnalegt flakk um bæði tíma og rúm, þar sem drepsóttir fortíðar og aftökur í voginum koma við sögu.