Austfirsk ljóðskáld Handan blárra fjalla
Iðunn Steinsdóttir hefur stundað ljóðagerð frá unga aldri og varð snemma þekkt fyrir vandaða söngtexta sína. Hún er þekktur rithöfundur og hefur skrifað jafnt fyrir unga sem eldri lesendur, meðal annars vinsæl leikrit. Hér birtist fyrsta ljóðabók Iðunnar og geymir úrval kveðskapar hennar. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skrifar inngang.