Harmljóð um hest
Harmljóð um hest eftir Hlyn Pálmason inniheldur 80 ljósmyndir sem sýna hestshræ brotna niður og samlagast jörðinni.
Verkið er „sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur
veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands“, eins og höfundur kemst að orði. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar inngang. Stúdíóstúdíó hannar. Fáanleg á íslensku og ensku.