Harmsögur af heimskautasvæðum
Hetjuskapur, dramb – og dauði
Könnunarsaga heimskautasvæðanna er heillandi blanda hugprýði, ofdirfsku og fáfræði. Heimskautafararnir héldu út til ystu marka hins þekkta heims í leit að heiðri, frægð og auðæfum. En margir sneru aldrei til baka.
Í þessari frábæru bók er brugðið ljósi á harmleiki og leyndardóma frægra leiðangra á heimskautasvæðin. Hvernig gat norskur sjómaður orðið stjórnandi dansks norðurslóðaleiðangurs sem endaði með skelfingu? Var það satt að breskir heiðursmenn hefðu breyst í frumstæðar mannætur á heimskautssvæðum Kanada? Hvað með Bandaríkjamennina sem ætluðu að láta sig reka í ísnum til Norðurpólsins og selja dagblöð í leiðinni? Var hinn sænski Andrée, sem sveif af stað í loftbelg til Noðurpólsins með alfræðiorðabækur og kampavín í farteskinu, snillingur eða ekki með öllum mjalla? Hvað gekk á þegar Norðmaðurinn Amundsen og Bretinn Scott kepptust upp á líf og dauða um að verða fyrstir á Suðurpólinn?
Ómissandi bók fyrir alla sem hafa áhuga á útivist, mannraunum og sögu.