Háskaför á Snæfellsjökli
Sakamálasaga sem gerist þegar snöggkólnað hefur á Íslandi vegna hlýnunar frá Grænlandsjökli.
Sakamálasaga sem gerist í næstu framtíð þegar kólnað hefur á Íslandi. Lík ungrar stúlku finnst í sjávarmálinu út á Snæfellsnesi. Rannsóknarfólk af höfuðborgarsvæðinu er kallað til. Það eina, sem Sara og Daníel hafa í höndunum, er ráðgáta í plasti sem stúlkan hafði falið innan klæða. Á meðal íbúanna kann að leynast kaldrifjaður morðingi eða eru það fleiri sem leika tveimur skjöldum? Rannsóknarfólkið færist nær sannleikanum í bölvanlegum talnaleik þar sem líf þess er í hættu því enginn veit hvert verður næsta fórnarlamb.