Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Háskaför á Snæfellsjökli

Forsíða bókarinnar

Sakamálasaga sem gerist þegar snöggkólnað hefur á Íslandi vegna hlýnunar frá Grænlandsjökli.

Sakamálasaga sem gerist í næstu framtíð þegar kólnað hefur á Íslandi. Lík ungrar stúlku finnst í sjávarmálinu út á Snæfellsnesi. Rannsóknarfólk af höfuðborgarsvæðinu er kallað til. Það eina, sem Sara og Daníel hafa í höndunum, er ráðgáta í plasti sem stúlkan hafði falið innan klæða. Á meðal íbúanna kann að leynast kaldrifjaður morðingi eða eru það fleiri sem leika tveimur skjöldum? Rannsóknarfólkið færist nær sannleikanum í bölvanlegum talnaleik þar sem líf þess er í hættu því enginn veit hvert verður næsta fórnarlamb.