Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Heimili

  • Höfundur Carson Ellis
  • Myndir Carson Ellis
  • Þýðandi Sverrir Norland
Forsíða bókarinnar

Sumir búa á hafsbotni, aðrir í trjábol, enn aðrir í kastala. Og hver skyldi búa í þessum gamla skó?
­­­
Heimili sendir lesendur skapandi og skemmtilegt ferðalag um ólík heimkynni fólks og furðuvera úti um alla jörð – en einnig út í geim og á vit heimila sem kannski finnast aðeins í hugarfylgsnum okkar.
­­­
Rétt eins og önnur verk myndsnillingsins Carson Ellis er bókin prýdd hugmyndaríkum og fjölbreyttum teikningum sem eru engu líkar. Sannkallað listaverk handa fagurkerum á öllum aldri.
­­­
Carson Ellis er margverðlaunuð listakona, rithöfundur og myndskreytir. Hún býr á bóndabæ í Oregon ásamt eiginmanni sínum, tveimur sonum og fjölda dýra. AM forlag hefur gefið út tvær aðrar bækur eftir hana: Kva es þak? og Stysti dagurinn.
­­­
Sverrir Norland íslenskaði. Hann býr í íbúð í Reykjavík ásamt eiginkonu, tveimur börnum, níu gítörum og 2487 bókum.
­­­
Athugið að kaupa má allar þrjár bækur Carson Ellis saman í einu bókaknippi á enn hagstæðara verði.