Heimskautsbaugur
Fimm unglingsstúlkur í litlum smábæ nyrst í Svíþjóð ákveða að mynda leshring sem þær kalla Heimskautsbaug. Ein þeirra hverfur sporlaust sumarið 1980. Fjörutíu árum síðar finnst lík hennar. Um jólin 2020 hittast konurnar í fyrsta sinn eftir að vinkona þeirra hvarf. Þá kemur í ljós að það var eitthvað í samskiptum þeirra sem leiddi til hvarfsins á sínum tíma. En hvað var það?