Hafið... 20 cm í landabréfabók
Hér er boðið upp á ljóð um sammannlegar tilfinningar og á mannamáli þótt höfundur daðri á stundum við óvæntar myndir og líkingar. Velt er upp og snúið upp á hugmyndir um karlmennskuna en áhugasvið ljóðmælanda eru mikið til á skjön við hefðbundin karlmennskuleg gildi.
Höfundur hefur áður ort um það hvernig samfélagið mótar okkur í norm og er hann hér enn á þeim slóðum. Inní þetta tvinnast allskonar tilfinningar og hugleiðingar rétt rúmlega fertugs karlmanns og er stiklað á innra lífi hans og viðbrögðum, en hann finnur sig betur í því að fara eigin leiðir heldur en að fylgja hinu hefðbundna út í æsar. Hafið... 20 cm í landabréfabók er 8. ljóðabók höfundar, en hann hefur einnig gefið út 5 plötur undir flytjandanafninu Gillon og m.a. plötuna Bláar raddir sem inniheldur lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar.