Höfuðlausn
Yfirsjúkraþjálfari á hjúkrunarheimili kynnist öldungi sem ákveður að trúa honum fyrir leyndarmáli aftan úr þoku aldanna áður en hann hverfur þangað sjálfur. Sagan teygir sig aftur fyrir síðustu aftökuna á Íslandi, sögumennirnir eru fjórir og eiga það sameiginlegt að heita Jón og burðast með sannleika sem þá hefur skort hugrekki til að opinbera.
Yfirsjúkraþjálfari á hjúkrunarheimili kynnist öldungi sem ákveður að trúa honum fyrir leyndarmáli aftan úr þoku aldanna áður en hann hverfur þangað sjálfur. Sagan teygir sig aftur fyrir síðustu aftökuna á Íslandi, sögumennirnir eru fjórir og eiga það sameiginlegt að heita Jón og burðast með sannleika sem þá hefur skort hugrekki til að opinbera. Hér er fjallað um vonir og vonbrigði, breyskar sálir og beisk örlög en það greiðist úr þokunni að lokum og ljómandi birtan sýnir hvað skiptir máli og allir fá sína höfuðlausn en með ólíkum hætti þó.