Hugsun um teikninguna
Jóhannes S. Kjarval
Kjarvalsteikningar úr listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar
Listasafn Íslands kynnir nýja sýningarskrá!
Bókin Hugsun um teikninguna er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu á teikningum Jóhannesar S. Kjarvals sem finna má í listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem Listasafni Íslands hefur verið afhent til framtíðarvörslu.
Sýningarskráin inniheldur aðfaraorð Ingibjargar Jóhannsdóttur, safnstjóra og texta Önnu Jóhannsdóttur, sýningarstjóra ásamt ljósmyndum af úrvali verka sýningarinnar.
Bókin er vönduð og eiguleg þar sem fjallað er um mikilvægan þátt í listsköpun eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar.