Í huganum heim
Í huganum heim er heillandi tímaferðalag á bernskuslóðir höfundar. Við heyrum lömbin jarma, krakkana hlæja og hrossagaukinn hneggja, finnum ilm af lyngi og angan af jólum. Fjörlegar frásagnir af krökkunum á bænum en líka fullorðna fólkinu og sveitungum, gestum og gangandi, að ógleymdum öllum dýrunum.
Kjörin bók til samlesturs barna og fullorðinna.