Í útlegð
Í útlegð hefur að geyma texta sem mörkuðu upphaf og endi útlegðarára rithöfundarins Josephs Roth í París eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi.
Helgisaga drykkjumanns greinir frá nokkrum dögum í lífi sómakærs drykkjumanns en í Mannsandinn brenndur á báli gerir Roth upp sakirnar við nasista skömmu eftir að þeir hófu opinberlega að brenna bækur.