Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jökull

Forsíða bókarinnar

Bráðsmitandi sjúkdómur skekur heiminn og hefur stráfellt helming mannkyns. Þegar leiðir Önnu og Eriks liggja saman þrátt fyrir blátt bann við slíku er ekki aftur snúið. Ástin kviknar, og á hóteli í Stokkhólmi, þar sem fólk úr efri stéttum leitar skjóls frá öngþveitinu tala Anna og Erik saman á milli herbergja með talstöð. Getur ástin sigrað í heimi sem er að hruni kominn?

Ástin á tímum heimsfaraldurs:

Heimsbyggðin er undirlögð af bráðsmitandi veirusjúkdómi sem hefur stráfellt helming mannkyns. Veiran tekur sífelldum stökkbreytingum sem gerir framleiðslu bóluefnis nær ómögulega. Samgangur manna á milli getur skapað bráða lífshættu.

Á lúxushóteli í miðborg Stokkhólms leitar fólk úr efri stéttum samfélagsins skjóls frá öngþveitinu sem ríkir í faraldrinum. Enginn samgangur er á milli gesta hótelsins og þeir fá heimsendingu á öllu því sem þá kann að vanhaga um.

Anna hefur dvalist á hótelinu í tvo mánuði þegar Erik skráir sig inn sem gest. Fyrir mistök liggja leiðir þeirra saman innan hótelsins þrátt fyrir blátt bann við slíku. Eftir það verður ekki aftur snúið og ástin kviknar. Á meðan veiran geisar í samfélaginu og óöld ríkir utan hótelsins tala Anna og Erik saman á milli herbergja í gegnum talstöð. Ástin sigrar allt en getur hún sigrað í heimi sem er að hruni kominn?