Jólasveinarnir í Esjunni
Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér sko ekki eftir því þar sem óvænt ævintýri bíður hans.
Þessi stórskemmtilega saga gerist að stórum hluta í heimkynnum jólasveinanna - sjálfri Esjunni. Þar fáum við að kynnast þeim nánar og auðvitað Grýlu og Leppalúða, sem eru kannski ekki alveg eins og flestir halda.
Bókin byggir að stórum hlusta á ævintýri, sem varð til í huga Lárusar Hauks Jónssonar - Lalla - fyrir mörgum árum. Guðjón Ingi Eiríksson færði það síðan í letur og bætti við hér og þar. Útkoman úr þessu samstarfi þeirra félaga er þessi frábæra bók, sem skartar teikningum hins snjalla listamanns, Haralds Péturssonar.