Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jólasvínið

Forsíða bókarinnar

Jack á sér uppáhaldsleikfang - lítið tuskusvín. Svínið hefur fylgt honum alla tíð, í gegnum súrt og sætt. Þangað til aðfangadagskvöld eitt að hið hræðilega gerist: svínið týnist.

Jólasvínið er fyrsta skáldsaga J.K. Rowling fyrir börn og unglinga eftir að hún lauk við Harry Potter.

Jack á sér uppáhaldsleikfang – lítið tuskusvín. Svínið hefur fylgt honum alla tíð, í gegnum súrt og sætt. Þangað til aðfangadagskvöld eitt að hið hræðilega gerist: svínið týnist. En jólanótt er tími kraftaverkanna, nóttin þegar allir hlutir geta lifnað við – jafnvel leikföng. Og nýjasta leikfang Jacks – Jólagsvínið (þessi pirrandi staðgengill tuskusvínsins) – fær djarfa hugmynd. Saman leggja þeir upp í ævintýralegan leiðangur í leit að týnda leikfanginu – til að bjarga besta vini Jacks.

Jólasvínið er hugljúft en spennandi ævintýri um uppáhaldsleikfang drengs og hversu langt hann er tilbúinn til að ganga til að finna það. Þetta er fyrsta skáldsaga J.K. Rowling fyrir börn og unglinga eftir að hún skildi við Harry Potter.

Bókina prýða teikningar eftir Jim Field en hann er margverðlaunaður myndskreytir.