Jónína Guðnadóttir: Flæðarmál
Vegleg sýningarskrá sem gefin var út í tilefni samnefndrar sýningar á verkum listakonunnar Jónínu Guðnadóttur (f. 1943) í Hafnarborg í ársbyrjun 2024. Fjallað er um ævi og feril listakonunnar, auk þess sem útgáfan er prýdd ríkulegu úrvali ljósmynda af verkum Jónínu. Allur texti bókarinnar er á íslensku og ensku.
Í útgáfunni rekur Aðalheiður Valgeirsdóttir, listfræðingur og sýningarstjóri, feril Jónínu, sem hefur um árabil verið í framvarðarsveit íslenskra leirlistamanna. Snemma á ferlinum var Jónína sömuleiðis öflugur brautryðjandi þess að nota leirinn sem efnivið sjálfstæðra listaverka. Þá ber þroun sjálfstæðs myndmáls hennar jafnt vitni um góða þekkingu á leirnum, einstakt formskyn og hugmyndaauðgi.