Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kjöt

Forsíða bókarinnar

Sturlaugur var ein skærasta stjarna íslenska myndlistar­heimsins á yngri árum og stefndi á heimsfrægð þegar hann hvarf af hinu opinbera sviði. Fimmtán árum síðar snýr hann aftur með verk sem setur alla heimsbyggðina á hliðina. – Bragi Páll hristir hér hressilega upp í lesendum eins og í fyrri bókum sínum með beittum húmor og áleitnum spurningum.

KJÖT er ágeng saga sem fjallar um óseðjandi holrúm og fórnir sem listamenn eru tilbúnir að færa til að sinna köllun sinni.

„Bragi Páll er og verður einn af mínum uppáhaldshöfundum“ Ingibjörg Iða Auðunardóttir / Morgunblaðið

„Ferlega skemmtileg bók og klárlega hans besta“ Þorgeir Tryggvason / Kiljan

„Hrikalega gaman af þessari bók“ Sunna Dís Másdóttir / Kiljan

„Nýr snillingur er fæddur á Íslandi!“ / Ólafur Haukur Símonarson

„Var að lesa þetta fyrir svefninn í gær. Konan mín vaknaði við hláturinn.“ / Egill Helgason (um Arnaldur Indriðason deyr)