Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kona

  • Höfundur Annie Ernaux
  • Þýðandi Þórhildur Ólafsdóttir
Forsíða bókarinnar

Við andlát móður sinnar úr alzheimer-sjúkdómnum heldur Nóbelsskáldið Annie Ernaux í ferðalag aftur í tímann til að reyna að bregða upp sannferðugri mynd af konunni sem mótaði líf hennar.

Hún veltir fyrir sér tengslum móður og dóttur, viðkvæmum og óhagganlegum í senn, ólíkum heimum sem aðskilja þær og hinum óumflýjanlega sannleika að öll sjáum við á bak þeim sem við unnum. Látlaus en áhrifarík lofgjörð dóttur til móður þar sem jafnframt er brugðið upp eftirminnilegri mynd af dótturinni.

Annie Ernaux þykir ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.

Þrjár bækur hafa komið út eftir hana á íslensku, Staðurinn, Ungi maðurinn og Kona.