Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kóperníka

  • Höfundur Sölvi Björn Sigurðsson
Forsíða bókarinnar

Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og börn hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir, er rekinn frá störfum og rannsakar nú lát besta vinar síns.

Kóperníkus grunar fyrrverandi samstarfsfólk sitt á spítalanum um græsku en niðurstaðan virðist ekki í augsýn.

Sölvi Björn er einn athyglisverðustu höfunda okkar og hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Seltu, árið 2019.