Kóperníka
Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og börn hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir, er rekinn frá störfum og rannsakar nú lát besta vinar síns.
Kóperníkus grunar fyrrverandi samstarfsfólk sitt á spítalanum um græsku en niðurstaðan virðist ekki í augsýn.
Sölvi Björn er einn athyglisverðustu höfunda okkar og hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Seltu, árið 2019.