Kóreustríðið 1950–1953
Hinn 25. júní 1950 hófust ein blóðugustu stríðsátök 20. aldar þegar kommúnistastjórnin í Norður-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu. Rauða-Kína og Sovétríkin studdu Norður-Kóreu gegn fjölþjóðlegu herliði lýðræðisþjóða sem barðist undir fána Sameinuðu þjóðanna. Í þrjú ár rambaði heimsbyggðin á barmi þriðju heimsstyrjaldar.
Grimmilegur hernaðurinn varðaði veginn að síðari hernaðarátökum kalda stríðsins í Víetnam og Kambódíu. Áhrifin urðu meðal annars þau að bandarískt herlið sneri aftur til Íslands 1951 eftir nokkurra missera fjarveru frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Í þessari mögnuðu bók dregur Max Hastings upp eftirminnilega mynd af því hvernig þátttakendur í Kóreustríðinu, jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar og stjórnmálamenn, upplifðu átökin og gerir glögga grein fyrir uppruna þeirra, framvindu og afleiðingum.
Glæsileg og hrífandi bók sem hlýtur að teljast – jafnvel miðað við þann háa mælikvarða sem Max Hastings hefur sett – meistaraverk.“ – Michael Howard prófessor
„Glæsilegt afreksverk – tour-de-force.“ ― Times Literary Supplement
„Besta sagnfræðiverkið um átökin í Kóreu.“ – Guardian
„Framúrskarandi og afar læsilegt sagnfræðiverk eftir meistarann á þessu sviði.“ – Daily Mail
„Með þessari bók skipar Max Hastings sér í fremstu röð sagnfræðinga sem fjalla um hernaðarsögu.“ – New York Times
„Sanngjarnt og djúpviturt uppgjör.“ – Kirkus Review
„Það tekur enginn Max Hastings fram í hernaðarsagnfræði.“ – Stephen E. Ambrose prófessor
„Fyrsta flokks bók eftir frábæran sagnfræðing.“ – Time
Max Hastings er einn þekktasti blaðamaður og rithöfundur Bretlands. Hann ritstýrði um langt skeið dagblöðunum Evening Standard og Daily Telegraph. Hann gat sér fyrst orð fyrir blaðamennsku sína með skrifum frá átakasvæðum víða um heim. Hann er höfundur hátt í þrjátíu bóka og fjalla flestar þeirra um stríðsátök. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir bækur sínar og blaðamennsku og er félagi í Royal Society of Literature, heiðursfélagi King's College í London og var aðlaður árið 2002.